Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Inga Fanney vann upplestrarkeppnina

28.03.2019
Inga Fanney vann upplestrarkeppnina

Í gær tóku nemendur í 7.bekk þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Þá kepptu okkar nemendur við aðra nemendur í skólum Garðabæjar og Seltjarnarness.
Fulltrúar Sjálandsskóla voru Ástrós Thelma Davíðsdóttir, Inga Fanney Jóhannesdóttir og Ásgerður Sara Hálfdanardóttir var varamaður.

Lesararnir stóðu sig frábærlega í gær og keppnin var mjög jöfn. Það fór svo að Inga Fanney varð í fyrsta sæti. Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.

Upplestrarkeppnin er ekki "keppni" í venjulegum skilningi heldur þróunarverkefni. Höfuðáherslan er lögð á bekkjarstarfið og að allir nemendur njóti góðs af.

Keppnin er haldin að frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samvinnu við skólaskrifstofur, skóla og kennara. Þátttaka í upplestrarkeppninni stendur öllum 7. bekkjum landsins til boða.

Keppnin hefst á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, ár hvert og lýkur í mars.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband