Vinningshafar í nýsköpunarkeppninni
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er haldin árlega og geta nemendur í 5.-7.bekk tekið þátt með því að senda inn hugmyndir. Nokkrar hugmyndir eru valdar til að taka þátt í úrslitum og tveir nemendur Sjálandsskóla komust í úrslit í ár. Það eru þeir Birkir Snær Ólafsson og Christiaan Bragi Ragnarsson í 5.bekk.
Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis í úrslitakeppninni sem verður haldin helgina 20.-21.maí n.k.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5. – 7. bekk grunnskóla. Keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og hefur verið haldin, óslitið síðan. Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika. Þetta ferli virkjar sköpunarkraft nemenda í lausnamiðuðum hugsunarhætti og eykur sjálfstraust þeirra og frumkvæði.
Tilgangur og markmið keppninnar:
- Virkja sköpunarkraft barna í landinu
- Gera börnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir
- Efla og þroska frumkvæði þátttakenda í NKG og styrkja þannig sjálfsmynd þeirra
- Efla nýsköpunarstarf í grunnskólum og vekja athygli á hugviti barna í skólum og atvinnulífi