Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar

14.05.2019
Sumarlestur á Bókasafni Garðabæjar

Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar hefst laugardaginn 25. maí með opnunarhátíð kl. 11 – 15. Ævar Þór rithöfundur kemur og les upp úr nýju bókinni sinni kl. 14 og Ilva Krama verður með krítarsmiðju og andlitsmálun á torginu.

Hægt er að skrá sig í sumarlesturinn hvenær sem er í allt sumar. Við skráningu fá krakkarnir lestrardagbók. Í hana fá þau límmiða fyrir hverja bók sem þau lesa ásamt því að fylla út umsagnarmiða. Umsagnarmiðinn fer í lukkukassa sem er dregið úr á föstudögum 14. júní til 16. ágúst. Sá eða sú sem er dreginn út fær bók í verðlaun. Lokahátíðin verður síðan 7. september og fá þá allir sem tóku þátt glaðning ásamt því að þrír lestrarhestar verða dregnir úr lukkupottinum.

 

Til baka
English
Hafðu samband