Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti skóladagurinn

26.08.2019
Fyrsti skóladagurinn

Það voru spenntir krakkar sem mættu í skólann í morgun, full tilhlökkunar að hefja nýtt skólaár.

Sumir voru að hefja sína skólagöngu, nokkrir voru að byrja í nýjum skóla og aðrir að fá nýjan kennarar. Eldri nemendur tóku vel á móti nýja fólkinu og vonandi eiga allir skemmtilegt skólaár framundan.

Í haust er fjöldamet í skólanum en nú hefja rúmlega 300 nemendur nám í 1.-10.bekk í Sjálandsskóla.

Dagurinn hófst á morgunsöng hjá nemendum í 1.-7.bekk þar sem sungið var fyrir afmælisbörn sumarsins og síðan hófst hefðbundinn skóladagur.

Á myndasíðu skólans má sjá nokkrar myndir frá fyrsta skóladeginum.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband