Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

"Blast the Plast"

18.10.2019
"Blast the Plast"

Þessa vikuna hafa 20 nemendur frá Svíþjóð og Þýskalandi verið í heimsókn hjá okkur ásamt kennurum sínum. Heimsóknin er hluti af Erasmus+ verkefni sem Sjálandsskóli tekur þátt í og nefnist verkefnið "Blast the Plast".

19 nemendur Sjálandsskóla taka þátt í verkefninu sem stendur yfir í tvö ár og munu okkar nemendur heimsækja skólana í Svíþjóð og Þýskalandi seinna í vetur og næsta haust.

Verkefni vikunnar hafa verið margvísleg tengd umhverfisvernd, hönnunarhugsun, endurvinnslu ofl. Nemendur heimsóttu m.a. Sorpu, fengu fyrirlestur frá Sævari Helga um hlýnun jarðar, tóku þátt í ýmis konar verkefnum og heimsóttu ferðamannastaði í Gullna hringnum.  

Myndir frá verkefnavinnu má finna á myndasíðu skólans

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband