Það þarf heilt þorp til að ala upp barn
22.01.2020
Í gærkvöldi var haldið mjög áhugavert fræðslukvöld fyrir foreldra Garðabæjar sem nefndist "Verum saman á vaktinni. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn". Fræðslukvöldið var um áhættuhegðun barna og unglinga og forvarnir.
Þeir sem fluttu erindi voru lögreglumennirnir Birgir Örn Guðjónsson (Biggi lögga) og Leifur Gauti Sigurðsson, fulltrúar frá fræðslu-og forvarnarverkefninu Minningarsjóður Einars Darra og Guðrún B.Ágústsdóttir frá foreldrahúsi. Fundarstjóri var Jón Halldórsson frá Kvan.
Eftir erindin voru fyrirspurnir úr sal og þar tóku margir til máls, bæði með spurningar og ábendingar til foreldra. Virkilega gagnlegt og áhugavert fræðslukvöld.
Myndir frá fræðslukvöldinu á myndasíðu skólans