Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í Sjálandsskóla fengu hvatningaverðlaun í Stíl

11.02.2020
Nemendur í Sjálandsskóla fengu hvatningaverðlaun í Stíl

Félagsmiðstöðin Klakinn og Sjálandsskóli tóku þátt í hönnunarkeppninni Stíl skólaárið 2019-20. Stíll var partur af valfögum nemenda í unglingadeild. Umsjónarkennari valsins er Silja Kristjánsdóttir. 

Það voru þrír nemendur sem tóku þátt í aðalkeppni Stíls sem var haldin þann 1. febrúar í íþróttahúsinu Digranesi en það voru þær Magdalena Arinbjörnsdóttir, Sean Rakel Ægisdóttir og Vigdís Edda Halldórsdóttir.

Stelpurnar hönnuðu búning með innblástri frá Þyrnirós og föt þeirra tíma sem eru smekkbuxur og prjónuð peysa. Rósa útsaumurinn á smekkbuxunum er blár og bleikur í samræmi við kjól Þyrnirósar í sígildu bíómyndinni. Hárið var fléttað í tvær lausar fléttur með borða á endanum. Förðunin var einföld en undir augunum er málað blá-fjólublátt sem á að tákna þreytu.

Stelpurnar stóðu sig gríðarlega vel og unnu þær hvatningarverðlaunin. Þær eiga augljóslega bjarta framtíð fyrir sér og við í Klakanum og Sjálandsskóla erum gríðarlega stolt af þeim.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband