Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í úrslit í Samfés

12.02.2020
Í úrslit í Samfés

Félagsmiðstöðin Klakinn tók þátt í söngvakeppni Kragans sem haldin var þann 24. Janúar í Hljómahöllinni.

Söngvakeppnin er undankeppni fyrir söngvakeppni Samfés sem er stærsta söngvakeppnin fyrir grunnskóla landsins. Klakinn sendi frá sér tvö atriði en alls voru 11 atriði sem tóku þátt. Annars vegar var það hún Sean Rakel Ægisdóttir sem tók lagið Take me to church með Hozier og hinsvegar voru það Harriet Cardew og Ásrún Björg Björnsdóttir sem tóku lagið Eternal Flame með The Bangles.

Bæði atriðin voru ótrúlega vel heppnuð og stelpurnar geta verið stoltar af flutningum sínum.

Það voru fjögur atriði sem komust áfram og voru Harriet og Ásrún eitt af þeim atriðum. Þær munu því taka þátt í aðalkeppninni, söngvakeppni Samfés.

Við í Klakanum erum gríðarlega stolt af báðum atriðum og það verður gaman að eiga fulltrúa í aðalkeppninni.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband