Afþreyingarbingó 5.bekkjar
Á þessum skrítnu tímum sem við erum að upplifa er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa um þá sem okkur þykir vænt um. Rútína margra er ólík því sem venjulegt er og því þarf fólk að finna sér eitthvað til afþreyingar.
Í dag nýttu nemendur í 5. bekki þá hæfni sem þeir hafa öðlast í nýsköpun til að búa til afþreyingarbingó fyrir ólíka hópa. Fyrri hópurinn eru eldra fólk, afar og ömmur, langömmur og langafar og seinni hópurinn eru leikskólabörn sem mörg hver komast ekki í leikskólann nema annan hvern dag. Skoðaðar voru þarfir hópsins svo sem með tilliti til samskipta, virkni og heilsu, áhuga og aðgangs.
Nemendur komu með hugmyndir af afþreyingu og úr varð afþreyingarbingó sem tilvalið er að nota fyrir þessa ólíku hópa.
Við vonum að foreldrar prenti þetta út fyrir yngri systkyni eða sendi á ömmu og afa eða aðra sem gætu haft gaman af.
Afþreyingarbingó fyrir afa og ömmur