Edda skólastjóri kveður
Í dag er síðasti vinnudagur Eddu skólastjóra í Sjálandsskóla. Hún hefur starfað við skólann í 14 ár, sem kennari, aðstoðarskólastjóri og nú síðast skólastjóri. Edda mun taka við stöðu sem fulltrúi grunn- og tónlistarskóla Garðabæjar og mun því áfram starfa að málum grunnskólabarna í Garðabæ.
Í morgun var því síðasti morgunsöngur sem Edda stjórnaði og fjölmenntu nemendur skólans í salinn til að kveðja Eddu. Nemendur sungu nokkur lög og María Kristveig nemandi í 10.bekk flutti kveðjuávarp frá nemendum.
Við starfi skólastjóra Sjálandsskóla tekur Sesselja Þ. Gunnarsdóttir núverandi aðstoðarskólastjóri. Frá 1. ágúst tekur Ósk Auðunsdóttir kennari við skólann við starfi aðstoðarskólastjóra. Þær munu verða settir stjórnendur til eins árs.
Starfsfólk og nemendur skólans þakka Eddu fyrir frábær störf hér í skólanum og óska henni alls hins besta í nýju starf.