Lokaverkefni í unglingadeild
Næstu daga ætla nemendur í unglingadeild Sjálandsskóla að vinna að vorverkefni sem byggt er á hæfniviðmiðum Aðalnámskrár. Við viljum veita nemendum okkar tækifæri til að vinna að verkefni sem tengist þeirra áhugasviði og sjá hvernig hugmynd getur orðið að afurð.
Vorverkefnið kemur í stað hefðbundinnar kennslu og stundarskráin verður lögð til hliðar að mestu. Nú er kennslu í hefðbundnum greinum lokið fyrir utan tónmennt, íþróttir og sund, sem og val, verður fast í töflu eftir sem áður.
Námsmat fyrir vorverkefni verður birt á útskriftarskírteini hjá 10. bekk og á vitnisburðarskjali fyrir 8. og 9. bekk.
Þann 2. júní munu 10. bekkingar kynna sín verkefni og mega einungis foreldrar/stjúpforeldrar koma og horfa á hjá sínu barni. Þann 4. júní verða nemendur í 8. og 9. bekk með sínar kynningar og foreldrar/stjúpforeldrar með hverju barni velkomnir. Aðrir tengdir börnunum eru beðnir um að koma ekki í þetta skiptið.
Nánari tímasetningar á kynningunum auglýstar síðar.