Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsti skóladagurinn

24.08.2020
Fyrsti skóladagurinn

Það voru spenntir nemendur sem mættu á skólasetningu í dag og hittu kennara sinn og bekkjarfélaga. Skólasetningin var óhefðbundin að þessu sinni vegna ástandsins í samfélaginu og hittust nemendur og kennarar á sínu heimasvæði.

Skólahald verður þó með hefðbundnum hætti í haust og tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarna fylgt. Því beinum við þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að takmarka  heimsóknir í skólabygginguna og ávallt þarf að gefa sig fram við ritara á 2. hæð.

Skólahald hefst svo samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudag 25.ágúst. 

Á myndasíðunni má sjá myndir frá skólasetningu

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband