Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólagjafir til eldri borgara

16.12.2020
Jólagjafir til eldri borgara

Í vikunni fóru nemendur í 5.-7.bekk með jólagjafir til heimilisfólks á Ísafold. Nemendur eru búnir að vera að búa til jólakort með ljósi, merkispjöld og kertaskreytingar til að gefa eldri borgurum í Garðabæ. 

Vegna sóttvarnareglna gátu nemendur ekki afhent gjafirnar beint til eldri borgara, heldur tóku starfsmenn við gjöfunum og setja í nokkra daga í sóttkví áður en heimilismenn fá að njóta gjafanna.

Á myndasíðunni má sjá sýnishorn af gjöfum sem nemendur bjuggu til

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband