Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikilvægi góðra samskipta

27.12.2020

Í Garðabæ hafa bæði sveitarfélagið og skólar þess lagt ríka áherslu á þá skyldu sína að tryggja á öllum tímum, velferð, vellíðan og öryggi allra nemenda.  Mikilvægt er að vinna saman að því að tryggja góð samskipti til að fyrirbyggja einelti innan skólanna sem og innan samfélagsins í heild. Góð samskipti, miðlun góðra lífsgilda, regluleg fræðsla og umræður um samskiptavanda og eineltismál og afleiðingar þeirra eru nauðsynlegar. 
Í frétt á vef Garðabæjar má sjá upplýsingamyndband þar sem þau Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Björgvin Páll Gústafsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, og Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ og ráðgjafi hjá KVAN, fjalla um góð samskipti og mikilvægi þess að sporna við einelti.
Myndbandið er einnig aðgengilegt á fésbókarsíðu Garðabæjar:
https://www.facebook.com/Gardabaer.Iceland/videos/220584052978113/
 
 
Endurskoðun áætlana
Endurskoðun þeirra áætlana sem unnið er eftir stendur sífellt yfir og tekið mið af nýrri reynslu og þekkingu sem bætist við eftir því sem unnið er úr málum innan skólanna.  Vinna við endurskoðun eineltisáætlunar Garðabæjar er í vinnslu og er unnin í samstarfi við ráðgjafar- og fræðslufyrirtækið KVAN, sem sérhæfir sig m.a. í ráðgjöf og stuðningi fyrir fólk sem vinnur með börnum og ungu fólki.
Á vorönn verður Garðabær fyrsta sveitarfélagið sem tekur þátt í forvarnaverkefninu ,,Við sem lið” sem Björgvin Páll Gústafsson leiðir og verður prófað í fyrsta sinn í Garðaskóla. Um er að ræða verkefni sem verður unnið með einum bekk í Garðaskóla.
Á vef Garðabæjar er hægt að lesa nánar um forvarnir gegn einelti á eftirfarandi slóð: https://www.gardabaer.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/forvarnir-og-fraedsla/gegn-einelti-i-gardabae/
Til baka
English
Hafðu samband