Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innritun í grunnskóla

01.03.2021
Innritun í grunnskóla

Í Garðabæ velja foreldrar skóla fyrir barn sitt og bera ábyrgð á að innrita barnið í þann skóla sem þeir velja.
Skólarnir sem innrita börn í 1. bekk kynna starf sitt fyrir foreldrum verðandi grunnskólanemenda í febrúar/mars ár hvert. Einnig fer fram kynning fyrir nemendur sem eru að fara í 8. bekk og foreldra þeirra á þeim kostum sem nemendur í Garðabæ hafa á efsta stigi grunnskóla.
Innritun er rafræn og umsóknir eru á þjónustugátt Garðabæjar.

Innritun nemenda í 1. bekk (f. 2015) og 8. bekk (f. 2008) fer fram dagana 8. - 12. mars nk.
Innritað er á Þjónustugátt Garðabæjar.
Athugið að nauðsynlegt er að innrita þá nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla.Innritun lýkur 12. mars nk.

Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla. Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 12. mars. Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilinu Sælukoti í Sjálandsskóla á næsta ári fer einnig fram þessa sömu daga. Mikilvægt er að sótt sé sem fyrst um dvöl á frístundaheimilum.

Kynning á Sjálandsskóla (myndband um skólann)

 

Skólinn okkar - Sjálandsskóli (kynningarmyndband um skólastarfið)

Ef óskað er eftir skólaskoðun í Sjálandsskóla þá sendið fyrirspurn á netfangið: sjalandsskoli (hjá) sjalandsskoli.is

Auglýsing um innritun í skóla 8.-12. mars 2021
Auglýsing um kynningar skóla 2021 

Til baka
English
Hafðu samband