Kjósum hugmyndir frá okkar nemendum -Betri Garðabær
Í rafrænum kosningum um Betri Garðabæ komust áfram tvær hugmyndir frá nemendum Sjálandsskóla. Annars vegar hugmynd um fullt af litlum trampólínum og hins vegar hugmynd um aparólu niður hólinn í Sjálandsskóla.
Kosningar standa nú yfir til 7.júní
Við hvetjum alla til að kjósa hugmyndir okkar nemenda.
Af vef Garðabæjar:
Rafrænar kosningar í lýðræðisverkefninu Betri Garðabæ eru hafnar og standa yfir til 7. júní nk. Betri Garðabær er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri verkefna í nærumhverfi íbúa í Garðabæ.
- 23 verkefni eru á rafrænum kjörseðli
- Íbúar sem verða 15 ára á kosningaárinu (fæddir 2006) og eldri, með skráð lögheimili í Garðabæ fá þar tækifæri til að ráðstafa allt að 100 milljónum í verkefni sem þeir vilja sjá framkvæmd í sveitarfélaginu næstu tvö árin.
- Kjósendum er boðið upp á að hjartamerkja eitt verkefni sem gefur því aukaatkvæði.
- Þá er mögulegt að greiða atkvæði oftar en einu sinni, en það er nýjasta atkvæðið sem gildir.
Allir geta skoðað kosningavefinn en til að kjósa í lokin þegar búið er að velja hugmyndir og ráðstafa fjármagninu þarf að skrá sig inn með öruggum hætti, þ.e. með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Hægt er að kjósa í eigin tölvum eða snjalltækjum en einnig er hægt að koma og nota tölvu í þjónustuveri Garðabæjar og í Bókasafni Garðabæjar á Garðatorgi og Álftanesútibúi.
Upplýsingar um Betri Garðabæ og rafrænu kosningarnar:
https://www.gardabaer.is/stjornsysla/ibualydraedi/betri-gardabaer/
Slóð beint á kosningavefinn: https://kosning2021.gardabaer.is/