Foreldrafundur í kvöld
Í tilefni forvarnaviku verður haldinn foreldrafundur í kvöld, fimmtudaginn 14. október kl. 20:00-22:00 í Sjálandsskóla.
Dagsskrá fundarins:
• Guðrún Ágústsdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar flytja tónlistaratriði úr söngleiknum Pálmar.
• Námsráðgjafar í Garðabæ segja frá starfi sínu.
• Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri frá Barnaheillum segir frá verkefninu Vinátta
• Fulltrúi frá KVAN segir frá Verkfærakistunni
• Birgir Örn Guðjónsson lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði segir okkur frá því helsta sem snýr að starfi lögreglunnar í Garðabæ
Gestir eru beðnir um að tryggja persónulegar smitvarnir.
Fundurinn verður tekinn upp og hægt verður að nálgast upptöku að honum loknum.
Með kærri kveðju,
Grunnskólar og Grunnstoð Garðabæjar.