Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vímuefnafræðsla

26.10.2021
Vímuefnafræðsla

Í dag fengu nemendur í unglingadeildinni forvarnarfræðsluna VELDU á vegum hjúkrunarfræðings frá Heilsulausnum. Lögð var áhersla á umfjöllun um veip, orkudrykki og vímuefni, af hverju fólk prófar vímuefni, hverjar afleiðingarnar geta verið og hvar er hægt að leita sér aðstoðar ef maður vill hætta að nota vímuefni. Skoðaðar voru leiðir og aðferðir til að styrkja sjálfsmyndina og verndandi þætti gegn áhættuhegðun.

Nemendur í 7. bekk fengu einnig fræðslu í dag um svefn, skjánotkun og samfélagsmiðla. Farið var yfir kosti og galla samfélagsmiðla og hvernig er hægt að nota þá á öruggan hátt. Einnig var skoðað hvernig of mikil notkun samfélagsmiðla getur haft á lífsvenjur og svefn og hvernig hægt er að temja sér betri svefnvenjur.

Fræðslan er hluti af forvarnarviku leik- og grunnskóla bæjarins sem lauk í síðustu viku.

VELDU - forvarnarfræðsla

 

Til baka
English
Hafðu samband