Körfuboltakeppni kennara og nemenda
18.11.2021
Einu sinni ríkti sú hefð í Sjálandsskóla að nemendur í unglingadeild kepptu á móti starfsfólki skólans í fótbolta einu sinni á hverju skólaári.
Í byrjun þessa skólaárs kom hugmynd frá nemendum að við myndum breyta hefðinni og fara í körfubolta í stað fótbolta. Og að við myndum keppa einu sinni í mánuði í staðinn fyrir einu sinni á skólaári.
Kennurum fannst hugmyndin frábær og allir sem höfðu áhuga á að taka þátt gátu skráð sig á blað.
Keppt er í íþróttahúsi skólans í hádeginu á fimmtudögum. Tveir leikir hafa farið fram núna í haust og hafa kennarar unnið báða leikina. .
En það er bara tímaspursmál hvenær nemendur fara að valta yfir okkur starfsfólkið :-)
Á myndasíðunni má sjá myndir frá körfuboltakeppninni