Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

9.b.skoðar örplast í snyrtvörum

09.02.2022
9.b.skoðar örplast í snyrtvörum

Í síðustu viku voru nemendur í 9. bekk að skoða í smásjá, örplast í snyrtivörum og þvottavatni.

Verkefnið var verklegur þáttur í vistfræði þar sem fjallað var um plast og hvernig það brotnar niður og breytist í örplast. Nemendur voru sérstaklega að skoða efni í fatnaði þar sem örplast losnar frá í þvotti og fer með skolvatninu.

Á myndasíðunni má sjá myndir frá rannsóknarvinnunni.

 

Til baka
English
Hafðu samband