Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opið hús -nýir nemendur

07.03.2022
Opið hús -nýir nemendur

Opið hús/kynningar fyrir foreldra og forráðamenn væntanlegra nemenda í 1. og 8. bekk haustið 2022 verða þriðjudaginn 8. mars, kl: 16:00-18:30

Kynningar fyrir 1. og 8. bekk fara fram á sama tíma.

Kynningarmyndbönd um Sjálandsskóla:

 

  

 

Innritun nemenda fyrir skólaárið 2022-2023 fer fram dagana 7. – 11. mars nk. Innritað er í gegnum þjónustugátt Garðabæjar á vef Garðabæjar, gardabaer.is. Innrita þarf nemendur í 8. bekk sem skipta um skóla. Sömu daga fer fram skráning vegna nemenda í 2.-9. bekk sem óska eftir að flytjast á milli skóla.

Áríðandi er að foreldrar tilkynni óskir um flutning milli skóla fyrir 11. mars nk.

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í grunnskólum annarra sveitarfélaga og sjálfstætt reknum grunnskólum fyrir skólaárið 2022-2023 er til 1. apríl.

Umsóknir fyrir nemendur sem stunda nám í grunnskóla utan Garðabæjar þarf að endurnýja fyrir hvert skólaár. Sótt er um í gegnum þjónustugátt Garðabæjar . Það sama gildir fyrir nemendur með lögheimili utan Garðabæjar sem stunda nám í Garðabæ, sækja þarf um skólavist utan sveitarfélags hjá lögheimilissveitarfélagi nemandans.

Skólarnir sem innrita börn í 1. og 8. bekk kynna starf sitt fyrir verðandi grunnskólanemendum og foreldrum þeirra. Forráðamenn eru hvattir til að kynna skólastarf grunnskólanna. Upplýsingar um kynningar og heimasíður grunnskólanna má finna hér.

Innritun þeirra barna sem óska eftir dvöl á frístundaheimilum fer fram á sama tíma, innritun fer fram á þjónustugátt Garðabæjar.
Innritun er rafræn og umsóknir eru á þjónustugátt Garðabæjar.

Til baka
English
Hafðu samband