Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufyrirlestur í unglingadeild

31.03.2022
Fræðslufyrirlestur í unglingadeild

Síðastliðinn fimmtudag fengu nemendur unglingadeildar fyrirlestur frá Begga Ólafs.

Beggi Ólafs lýsir í sínum fyrirlestri, á bæði gagnreyndan og fallegan hátt hvernig einstaklingar geti axlað ábyrgð á eigin lífi og farið skref fyrir skref í gegnum þá vinnu sem þarf að leggja á sig til að ná markmiðum sínum.

Með því að horfa á fyrirlesturinn geta einstaklingar öðlast verkfæri til að vaxa persónulega, faglega og félagslega í lífinu og sem afleiðing af því verður lífið innihaldsríkara.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband