Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Líðan unglinga í Garðabæ

25.04.2022
Líðan unglinga í Garðabæ

Nýjar upplýsingar um hagi og líðan barnanna okkar.

Upplýstir og virkir foreldrar eru besta forvörnin!

Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu kynnir niðurstöður nýjustu könnunar á á högum og líðan grunnskólabarna í 8., 9., og 10. bekk, miðvikudaginn 27. apríl nk. kl. 20 í Sveinatungu.
Könnunin var framkvæmd meðal nemenda í 5.-10. bekk í öllum skólum landsins. Í könnuninni er spurt um hegðun og líðan barnanna, notkun samfélagsmiðla og tölvuleikja, heilsu og líðan, svefn og klámnotkun. Skoða má niðurstöður könnunarinnar á landsvísu á vefnum https://www.rannsoknir.is.

Fundurinn verður einnig í beinu streymi á facebooksíðu Garðabæjar miðvikudaginn 27. apríl kl. 20.

Við hvetjum foreldra barna og ungmenna í Garðabæ til að þess að nýta þetta frábæra tækifæri til þess að fá upplýsingar um líðan barnanna okkar og hvað raunverulega er að gerast í umhverfinu okkar.

Fundurinn verður í beinu streymi á vef Garðabæjar og fésbókarsíðu Garðabæjar og foreldrar allra árganga grunnskólabarna og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með fundinum. Hægt er að senda inn spurningar á meðan á fundinum stendur í gegnum fésbókarsíðu Garðabæjar.

Viðburðurinn á facebook

Til baka
English
Hafðu samband