Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólinn í stólinn

02.06.2022
Skólinn í stólinn

Nemendur í 4.bekk eru að taka þátt í skemmtilegu verkefni sem nefnist "Skólinn í stólinn". Þar læra nemendur að setja sig í spor annarra með því að vera í hjólastól í einn og hálfan tíma í skólanum. Skólinn fékk lánaða nokkra hjólastóla og skiptast nemendur á að vera í stólunum í skólanum.

Einn nemandi í bekknum notar hjólastól og markmiðið með verkefninu er að gefa öðrum nemendum kost á að setja sig í spor nemandans og upplifa hvernig það er að þurfa að fara allar sinnar leiðar í hjólastól.  

Nemendur tóku einnig þátt í dansi með Ægir Þór sem glímir við vöðvarýrnun.  Nánar um Duncan vöðvarýrnun. 

Góðir gestir komu einnig í heimsókn, Eiður Weldin sagði frá reynslu sinni með CP fötlun og rithöfundurinn Gunnar Helgason kom og ræddi við nemendur um bækur sínar en ein aðal sögupersónan þar er stúlka í hjólastól. Þá kom Jón Jónsson tónlistarmaður og spilaði nokkur lög fyrir nemendur í 4.bekk.

Myndir frá verkefninu á myndasíðu 4.bekkjar

 

Umfjöllun um verkefnið á Stöð 2/Vísir 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband