Starfamessa
Í dag var haldin starfamessa í unglingadeild í fjórða sinn þar sem foreldrar og aðrir komu og kynntu starf sitt starf. Störfin sem voru kynnt að þessu sinni voru fjölbreytt og má þar nefna kennara í rafvirkjun, bifvélavirkja, lögfræðing, ljósmyndara, flugmann, rýmis- og upplifunarhönnuð, tölvunarfræðing, forstöðumann Landgræðsluskólans og náms- og starfsráðgjafa/fjölskylduráðgjafa.
Hver einstaklingur var með borð í matsalnum þar sem hann gat stillt upp hinum ýmsu tækjum og tólum sem nýtt eru í starfinu ásamt hinu ýmsu kynningarefni um starfið. Nemendur gengu svo á milli og gátu spurt spurninga, spjallað og skoðað það sem störfin höfðu upp á að bjóða.
Rósa námsráðgjafi sá um undirbúning starfamessunnar og við viljum þakka öllum þátttakendum kærlega fyrir að hafa gefið sér tíma til þess að vera með okkur að þessu sinni.