Fjölnotapokar á Bókasafn Garðabæjar
30.01.2023
Á þemadögum í Sjálandsskóla í síðustu viku unnu nemendur verkefni sem tengjast umhverfisvernd og mannréttindum í fjölbreyttum verkefnum og fengu góða gesti í heimsókn. Hver árgangur fékk ákveðið þema til að vinna út frá allt frá því að kryfja Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna og myndskreyta veggspjöld honum tengdum í það að búa til hljóðfæri úr rusli og taka upp hljóðverk. Voru nemendur einstaklega áhugasamir og skemmtu sér vel.
Auk verkefnanna sem hver árgangur vann, gafst nemendum á miðstigi tækifæri til að suma og skreyta fjölnota poka úr afgangs fánaefni. Úr urðu 59 pokar í öllum stærðum og engir tveir eins. Pokunum var svo komið á Bókasafnið á Garðatorgi á föstudaginn þar sem gestir geta nýtt þá til að taka lánsbækurnar með sér heim.