Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rithöfundur í heimsókn

13.11.2023
Rithöfundur í heimsókn

Í dag fengum við góðan gest í morgunsöng þegar rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom og las upp úr bókum sínum um Orra óstöðvandi.

Bjarni kom inn á barnabókamarkaðinn árið 2018 með einni vinsælustu bók ársins, Orra óstöðvandi og hefur síðan þá skipað sér sess sem allra vinsælasti barnabókarithöfundur landsins. Hann hefur unnið Bókaverðlaun barnanna þrjú ár í röð og gefið út hverja metsölubókina á fætur annarri.

Myndir frá heimsókninni má sjá á myndasíðu skólans

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband