Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólaföndur

29.11.2023
Jólaföndur

Jólatónlist ómaði um allan skóla í dag á jólaföndurdeginum í Sjálandsskóla. Þá voru nemendur og starfsfólk að skreyta skólann, búa til jólagjafir og föndra alls konar jólaskraut og jólapakka. 

Dagurinn hófs á morgunsöng þar sem nemendur á yngsta-og miðstigi sungu jólalög og svo var farið inn á heimasvæði þar sem jólaföndrið hófst. 

Nemendur í unglingadeild skreyttu heimasvæðin sín og á föstudaginn verður allt tilbúið þegar foreldrum verður boðið í heimsókn í jólakaffi.

Inn á myndasíðu skólans má sjá myndir frá jólaföndurdeginu, en að sjálfsögðu birtum við ekki myndir af jólagjafagerðinni fyrr en eftir jólin.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband