Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðventukaffi með foreldrum

01.12.2023
Aðventukaffi með foreldrum

Í morgunsöng fengum við góða gesti þegar foreldrar og fjölskyldur nemenda komu í aðventukaffi. Dagurinn hófst á því að kór Sjálandsskóla söng tvö lög og síðan sungu nemendur afmælissönginn fyrir afmælisbörn desembermánaðar. Eftir morgunsönginn buðu nemendur fjölskyldum sínum í kaffi og piparkökur á heimasvæði. 

Nemendur sýndu foreldrum sínum ýmis verkefni og sumir spiluðu. Góð mæting var hjá foreldrum og gaman að sjá svona marga á heimasvæðum nemenda. 

Á myndasíðunni má sjá myndir frá aðventukaffinu 

Klukkan tíu tóku svo nemendur þátt í að setja Íslandsmet í fjöldasöng í tilefni að degi íslenskrar tónlistar. Það var Samtónn sem stóð fyrir verkefninu þar sem fjöldi nemenda í grunn-og leikskólum um allt land söng sama lagið á sama tíma. Lagið var "Það vantar spýtur" eftir Ólaf Hauk Símonarson og Olgu Guðrúnu Árnadóttur. 

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband