Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólalegt í Sjálandsskóla

06.12.2023
Jólalegt í Sjálandsskóla

Nú er orðið jólalegt hjá okkur í Sjálandsskóla. Nemendur og starfsfólk hafa síðustu daga verið að skreyta allan skólann, setja upp jólaljós, skreyta jólatré og búa til alls konar jólaskraut sem nú prýðir veggi, gólf og loft skólans. 

Þann 19.desember fara nemendur í kirkju eða í friðargöngu og 20.desember er síðasti skóladagur fyrir jól og þá er jólaskemmtun. Umsjónarkennarar senda foreldrum/forráðafólki nánari upplýsingar um dagskrá desembermánaðar.

Á myndasíðu skólans má sjá myndir af jólaskreytingunum

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband