Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndmenntasnillingar gáfu skólanum gjöf

08.12.2023
Myndmenntasnillingar gáfu skólanum gjöf

Í haust hafa fjórir nemendur í 4.-6.bekk verið svo heppnir að fá aukatíma í  myndmennt hjá Guðrúnu Dóru myndmenntakennara. Þessir snillingar, Anna María (6.b.), Bryndís (6.b.), Hafsteinn (5.b.) og Ingólfur (4.b.),  færðu í dag skólanum listaverk að gjöf, sem þau hafa verið að vinna við síðustu vikur. 

Listaverkið unnu þau sameiginlega þar sem unnið var með málningu og leir. 

Á myndunum má sjá þegar myndmenntasnillingarnir færðu skólastjórnendum listaverkið sem nú er hægt að sjá á vegg skólans, rétt hjá ritaranum. 

Við þökkum Önnu Maríu, Bryndísi, Hafsteini og Ingólfi kærlega fyrir þetta skemmtilega listaverk.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband