Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unglingarnir kepptu við kennara

11.12.2023
Unglingarnir kepptu við kennara

Það er oft mikið fjör í íþróttasalnum á föstudögum þegar nemendur í unglingadeild keppa við kennara í körfubolta. Síðasta föstudag fór fram körfubolta keppni í hádeginu sem lauk með sigri kennara. 

Nemendur og starfsfólk fylgdust með keppninni og hvöttu sitt lið. Bæði kennarar og nemendur voru ánægðir með keppnina sem haldin er um það bil einu sinni í mánuði.  Keppnin var ekki aðeins skemmtileg og spennandi, heldur einnig góð leið til að styrkja tengsl og samvinnu milli kennara og nemenda í Sjálandsskóla.

Á myndasíðu unglingadeildar má sjá myndir frá körfuboltakeppninni.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband