Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vetrarferð í Bláfjöll.

09.02.2024
Vetrarferð í Bláfjöll.

Nemendur í 1.-7. bekk fóru í vikunni í vetrarferð í Bláfjöll ásamt starfsfólki og fjölskyldumeðlimum sem var mjög ánægjulegt. Frábær dagur í fjöllunum en veður lék við okkur báða dagana þó kalt væri. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á skíðum og mátti sjá gleðina skína af hverju andliti enda voru margir sigurvegarar þessa daga. Æfing í þrautseigju, þolinmæði og ýmislegt annað sem við fengum tækifæri til að þjálfa í þessum frábæru ferðum. 

Fleiri myndir úr ferðinni má sjá í myndasafni Sjálandsskóla.

Til baka
English
Hafðu samband