Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

10. bekkur á Náttúrminjasafni Íslands

16.02.2024
10. bekkur á Náttúrminjasafni Íslands

10.bekkur fór í vettvangsferð á sýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni ,,Vatnið í náttúru Íslands". Á vatnssýningunni í Perlunni er í öndvegi ferskvatn í öllum sínum margbreytilegu myndum, eðli þess og mikilvægi fyrir íslenskt samfélag, fjölbreytni dýralífsins og síðast en ekki síst hlutverk þess við mótun landsins. Sýningin er sjónræn, fjörleg og í stöðugri þróun. Sérstök áhersla var lögð á gagnvirka þátttöku gesta með nýjustu miðlunartækni. Nemendur höfðu gaman af þessu eins og myndir sýna.

 Til baka
English
Hafðu samband