9. bekkur í Listasafn Reykjavíkur
01.03.2024
Nemendur 9. bekkjar fóru í vettvangferð á öskudag í Listasafn Reykjavíkur. Þar fengu þeir leiðsögn á sýninguna Erró, ,,Valdatafl - skrásetjari samtímans". Á þeirri sýningu dregur Erró valdhafa, harðstjóra og stríðsherra inn í myndheim sinn þar sem þeir mæta skrumskælingu, háði og skopstælingu. Sýningin er samsett úr úrvali málverka, klippimynda, teikninga og þrykks. Þegar þeirri leiðsögn var lokið, fengu nemendur kynningu á sýningunni ,,D-vítamín". Á sýningunni koma saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirra hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur. Mjög skemmtileg ferð og nemendur voru til fyrirmyndar. Á heimasíðu skólans má sjá myndir úr ferðinni.