Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiksýningar í marsmánuði

12.03.2024
Leiksýningar í marsmánuði

Í marsmánuði voru settar á svið þrjár leiksýningar í Sjálandsskóla. Nemendur sýndu tvær sýningar þ.e. eina fyrir forráðafólk og hina fyrir samnemendur í morgunsöng. 

Fyrst steig 4. bekkur á svið og sýndi leikritið Annie. Metnaðarfull og glæsileg sýning hjá nemendum okkar þar sem þeir léku og sungu af mikilli list.

Nemendur í 3. bekk sýndu ævintýri Astrid Lindgren. Farið var yfir öll helstu meistaraverk Astrid eins og Börnin í Ólátagarði, Línu langsokk, Emil í Kattholti og Ronju ræningjadóttur svo eitthvað sé nefnt. Frábært leikverk hjá nemendum okkar.

1. og 2. bekkur sýndi Dýrin í Hálsaskógi og var leikmyndin þeirra fallega hönnuð. Margir voru að stíga sín fyrstu skrefa á leiksviðinu og er það stórt skref fyrir marga að taka. 

Mikið erum við stolt af þessum duglegu nemendum en það er ekki létt verk að standa frammi fyrir fullum sal áhorfenda og bæði leika og syngja. 

Fleiri myndir má sjá á heimasíðu skólans

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband