Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útivera og leikir í unglingadeild

19.03.2024
Útivera og leikir í unglingadeild

Mánudaginn 18. mars hófst nýtt val í unglingadeild Sjálandsskóla sem ber nafnið ,,Útivera og leikir með Tomma‘‘. Alls eru 26 nemendur skráðir í valið. 

Valið er í anda útikennslu sem kennd er á yngsta- og miðstigi. Í valinu verður farið í allskonar leiki og útieldun. Í fyrsta tíma voru grillaðir sykurpúðar og farið í reipitog.

Fyrsti tími gekk vel og skemmtu unglingarnir sér konunglega. Á heimasíðu Sjálandsskóla má sjá myndir.

Til baka
English
Hafðu samband