Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ungt umhverfisfréttafólk

16.05.2024
Ungt umhverfisfréttafólk

Nokkrir nemendur í 10. bekk Sjálandsskóla tóku þátt í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk. Keppnin er á vegum Landverndar og er markmið hennar að fá ungt fólk til að kynna sér umhverfismál og miðla upplýsingum til almennings.

Við erum afskaplega ánægð með að segja frá því að tvö lið úr Sjálandsskóla unnu til verðlauna í ár. Þeir Gunnar Mogensen, Egill Dofri Agnarsson og Viktor Ágúst Kristinsson náðu öðru sæti í flokknum ,,Umhverfisfréttafólk“ með verkefni sem heitir Grenndargámar í Garðabæ. Þar skoðuðu þeir sérstaklega grenndargáma í nágrenni skólans og sendu skilaboð til samfélagsins um bætta umgengni.

Einar Birgir Einarsson vann til verðlauna í flokknum ,,Val unga fólksins“ með myndbandið Plast í umhverfinu og hvað erum við að gera í því. Þar kynnti hann áhorfendum vandann sem samfélög standa frammi fyrir vegna plasts í umhverfinu og hvernig við getum tekist á við hann.

Þetta er frábær árangur hjá nemendum okkar og óskum við þeim innilega til hamingju. Á heimasíðu skólans má sjá fleiri myndir frá verðlaunaafhendingu.

 

Til baka
English
Hafðu samband