Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarátak Sjálandsskóla

15.10.2024
Lestrarátak SjálandsskólaLestrarátak Sjálandsskóla sem ber yfirskriftina Hrekkjavökulestur hófst mánudaginn 14. október og stendur yfir í viku. Mánudagurinn 21.október er síðasti dagur til þess að skila inn lestri sem framkvæmdur er helgina 19.-20. október. Stórum kóngulóarvef hefur verið komið upp í matsal og situr mamma kónguló í vefnum og passar litlu ungana sína. Nemendur og starfsfólk safna litlum kóngulóm í ólíkum litum með því að lesa 15 mínútur heima og 15 mínútur í skólanum en fyrir hverjar 30 mínútur verður til ein kónguló. Áfram lestrarhestar!
Til baka
English
Hafðu samband