Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrekkjavökulestrarátak Sjálandsskóla

22.10.2024
Hrekkjavökulestrarátak Sjálandsskóla

Dagana 14. til 20. október var haldið hryllilegt lestrarátak í Sjálandsskóla. Í sal skólans birtist risastór kóngulóarvefur og í honum miðjum sat stóra kóngulóarmamma. Til þess að hjálpa henni að dreifa vel úr sér útbjuggu nemendur mikinn fjölda lítilla kóngulóa, eina fyrir hverjar þrjátíu mínútur sem lesnar voru. Nemendur voru svo duglegir að lesa að bæta þurfti við vef á nærliggjandi veggi. Við efumst ekki um að þetta sé stærsti kóngulóarvefur landsins. Frábært lestrarátak hjá öllum duglegu lesurunum í Sjálandsskóla. 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband