Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

29.08.2008

Gróðursetningarferð

Þriðjudaginn 2. september er gróðursetningardagur. Þá fara allir nemendur og starfsmenn skólans saman með rútum upp í Sandahlíð og planta trjám og fara í íþróttir og leiki í Guðmundarlundi. Dagurinn hefst kl. 8:15 með morgunsöng og allir verða...
Nánar
26.08.2008

Útilega

Útilega
Nemendur í 8.bekk voru að byrja á þemanu "Upp um fjöll og firnindi". Nemendur fóru í hringekju í dag og lærðu m.a. um útieldun, kortalestur, á áttavita og um útbúnað sem fylgir útiveru og ferðalögum.
Nánar
25.08.2008

Fyrsti skóladagurinn

Fyrsti skóladagurinn
Í dag var fyrsti skóladagurinn í Sjálandsskóla. Safnast var saman í stiganum i morgunsöng. Sungið var fyrir afmælisbörn sumarsins. Síðan fylgdu nemendur kennurum á sín svæði. Í dag eru 215 nemendur í skólanum þar af 37 í Alþjóðaskólanum. Einnig...
Nánar
22.08.2008

Skóli hefst á mánudaginn

Í daga hafa börn og foreldrar streymt í skólann í foreldraviðtöl. Það var frábært að sjá börnin aftur og við bjóðum ný börn hjartanlega velkomin. Skólastarfið hefst síðan á mánudaginn kl. 8:15 með morgunsöng.
Nánar
18.08.2008

Skólabyrjun

Næstu daga munu umsjónarkennarar boða foreldra og nemendur til viðtals föstudaginn 22. ágúst. Þá verða afhentar stundaskrár. Skóli hefst síðan skv. stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.
Nánar
05.06.2008

Skólaslit

Skólaslit
Skólanum var slitið 5. júní. Nemendur komu saman í tröppunum og sungu saman. Margir foreldrar komu og fylgdust með. Síðan var farið inná heimasvæðin þar sem nemendur fengu vitnisburð og kvöddu kennara sína.
Nánar
03.06.2008

Innilegan

Innilegan
Esjugangan í gær heppnaðist mjög vel. Flestir nemendur gengu upp að steini og síðan var einn hópur sem fór alveg upp og einn hópur var niðri í hlíðum. Það voru margir sigrar unnir í fjallinu. Þegar heim var komið þ.e. í skólann fóru flestir nemendur...
Nánar
30.05.2008

965196 krónur söfnuðust

Í dag kom Bergsteinn frá Unicef á Íslandi og veitti skólanum viðurkenningu fyrir þátttöku í UNICEF hlaupinu. Hann lagði áherslu á það hve mikilvægt það er að taka þátt og að sýna í verki að maður vilji láta gott af sér leiða og hugsi um aðra. ...
Nánar
28.05.2008

Undirbúningur fyrir árshátíð

Undirbúningur fyrir árshátíð
Nú stendur undirbúningur fyrir árshátíðina yfir. Nemendur eru að æfa skemmtiatriði, skipuleggja tónlistina og matinn. Matarhópurinn fór í verslunarferð í Bónus í dag til að kaupa fyrir matseðilinn sem þau voru búin að ákveða. Mikið var spáð í verð...
Nánar
27.05.2008

Heimsókn frá Unicef

Á föstudaginn munu fulltrúar frá Unicef koma og veita skólanum og nemendum viðkenningu fyrir framlag sitt eftir unicef-hlaupið sl. föstudag. Miklir peningar söfnuðust og verður gerð grein fyrir þeim fjármunum þá.
Nánar
26.05.2008

Sveitaferð hjá 3.-4. bekk

Sveitaferð hjá 3.-4. bekk
Í dag fóru nemendur í 3.-4. bekk ásamt Alþjóðaskóla í heimsókn á sveitabæinn Miðdal í Kjós. Þar fengu þau tækifæri á að kynnast húsdýrunum sem þau hafa verið að læra um í þemanu. Þarna voru hestar, kýr, hundar, kettir, kindur, svín og geit ásamt...
Nánar
23.05.2008

Unicef - hlaupið

Unicef - hlaupið
Í dag fór fram hlaup hjá öllum nemendum Sjálandsskóla. Nemendur höfðu safnað áheitum fyrir hvern hlaupinn kílómetra. Féinu verður varið til að styrkja börn víða um heim sem búa við bágar aðstæður. Börnin í Sjálandsskóla voru mjög dugleg að hlaupa...
Nánar
English
Hafðu samband