Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

02.06.2014

Óskilamunir

Óskilamunir
Við viljum minna nemendur og foreldra á að kíkja á óskilamunina sem eru fyrir framan bókasafnið. Þar er búið að raða upp öllu sem hefur orðið eftir í vetur og má þar finna mikið magn af vettlingum, húfum, íþróttafötum, nestisboxum o.fl.o.fl.
Nánar
28.05.2014

Muffins -veisla

Muffins -veisla
Í dag fengum nemendur girnilegan eftirrétt í hádeginu, en þá fengu allir muffinsköku úr stóra panda-listaverkinu sem Emelía Ýr í 9. bekk bjó til. Þetta glæsilega listaverk var vorverkefnið hennar sem samanstóð af 900 muffins og fengu allir nemendur...
Nánar
28.05.2014

Vorverkefni 9.-10.bekkjar

Vorverkefni 9.-10.bekkjar
Í dag var sýning á vorverkefnum nemenda í 9.-10.bekk. Í vorverkefnum geta nemendur valið sér eigið viðfangsefni, unnið með það og kynnt fyrir kennurum og nemendum skólans. Verkefnin voru mjög fjölbreytt,
Nánar
27.05.2014

Útikennsla í 7.bekk

Útikennsla í 7.bekk
Í dag var 7.bekkur í alls konar íþróttum og spilum í útikennslu. Kennarar hafa búið til risa-útispil, s.s.Mikado og Twister, sem nemendur skemmtu sér með í dag.
Nánar
23.05.2014

Einstaklingsverkefni í 5.-6.bekk

Einstaklingsverkefni í 5.-6.bekk
Síðustu daga hafa nemendur í 5.-6.bekk unnið að einstkalingsverkefnum þar sem hver nemandi vinnur verkefni að eigin vali. Verkefnin eru afar fjölbreytt þar sem hver og einn fær tækifæri til að kynna sér nánar eitthvað ákveðið viðfangsefni.
Nánar
19.05.2014

Tónahlaup-sjónvarpsþáttur

Tónahlaup-sjónvarpsþáttur
Í byrjun ársins bauðst Sjálandsskóla að taka þátt í spennandi verkefni á vegum Sjónvarpsins. Dagskrárgerðarmaðurinn og tónlistarmaðurinn Jónas Sen stýrir gerð þátta sem munu heita Tónahlaup. Í þeim koma fram nemendur úr nokkrum skólum af landinu en...
Nánar
19.05.2014

Rödd þjóðarinnar

Rödd þjóðarinnar
Í morgunsöng fengu nemendur Sjálandsskóla að taka þátt í 30 þúsund manna kór landsmanna. Halldór Gunnar Pálsson tónlistarmaður vinnur að því að safna saman röddum 10% landsmanna og fengum við að syngja hluta úr laginu í morgunsöng
Nánar
14.05.2014

Alþjóðaskólinn 10 ára

Alþjóðaskólinn 10 ára
Alþjóðaskólinn sem er staðsettur í Sjálandsskóla, heldur uppá 10 ára afmælið sitt í dag. Í morgunsöng fengum við að heyra lagið "Happy" sem nemendur Alþjóðaskólans sungu og síðan sungu nemendur Sjálandsskóla afmælissönginn fyrir Alþjóðaskólann.
Nánar
12.05.2014

Unicef-hlaupið

Unicef-hlaupið
Unicef -hlaupið er haldið þessa dagana og taka nemendur skólans þátt í því. Í síðustu viku hlupu nemendur í 3.-4.bekk og tóku Cam með sér í hlaupið. Cam er hundur sem Comeniusarhópurinn eignaðist á Kanarí
Nánar
09.05.2014

Þjóðsögur frá 5.-6.bekk

Þjóðsögur frá 5.-6.bekk
Í tengslum við miðaldaþema 5. og 6. bekkjar hljóðsettu nemendur þrjár þjóðsögur. Það voru sögurnar Selshamurinn, Gilitrutt og Djákninn á Myrká. Nemendur byrjuðu á að ákveða hvar í sögunum passaði að hafa hljóð eða tónlist og sömdu svo saman og æfðu...
Nánar
08.05.2014

Fótboltakeppni- Kennarar vs.unglingadeild

Fótboltakeppni- Kennarar vs.unglingadeild
Í dag var hin árlega fótboltakeppni haldin á milli kennara og nemenda í unglingadeild. Þátttakendur létu veðrið ekki hafa áhrif á sig og eftir hörkuleik, þar sem ekkert var gefið eftir, báru kennarar sigur úr bítum 4:3.
Nánar
06.05.2014

Árshátíðarvika

Árshátíðarvika
Þessa vikuna er mikið um að vera hjá okkur í Sjálandsskóla. Félagsmiðstöðin Klakinn heldur árshátíð fyrir unglingastigið á fimmtudaginn og hina dagana eru haldin böll fyrir yngri nemendur. Í gær var ball fyrir 1.-4.bekk og á myndasíðunni má sjá...
Nánar
English
Hafðu samband