Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

20.03.2015

Stóra upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Félagsheimili Seltjarnarness miðvikudaginn 18. mars sl. Nemendur úr sjöunda bekk í Garðabæ og Seltjarnarnesi kepptu á lokahátíðinni. Á lokahátíðinni fengu 12 nemendur úr Álftanesskóla, Flataskóla...
Nánar
19.03.2015

Flott dansatriði

Flott dansatriði
Nokkrir nemendur voru með dansatriði í morgunsöng í morgun. Þetta var flott og skemmtilegt atriði hjá þeim sem þau voru greinilega búin að æfa vel.
Nánar
17.03.2015

Ævar og risaeðlurnar

Ævar og risaeðlurnar
Ævar vísindamaður kom í heimsókn í morgunsöng í morgun. Hann ræddi við nemendur um nýja bók sem er að koma út núna í maí. Hann las kafla úr bókinni sem enginn hafði fengið að heyra áður, ekki einu sinni útgefandinn. Kaflinn sem hann las fyrir...
Nánar
12.03.2015

8. bekkur á Hvalasafni

8. bekkur á Hvalasafni
Nemendur í 8. bekk fóru í heimsókn á Hvalasafnið í gær. Hvalasafnið var nýlega opnað við Granda í Reykjavík og boðið upp á stærstu hvalasýningu í Evrópu . Hvalirnir á sýningunni er í raunstærð og því einstök upplifun. Nemendur skemmtu sér vel...
Nánar
12.03.2015

Vetrarferð 1. - 4. bekkjar hefur verið frestað

Vetrarferð nemenda í 1. - 4. bekk sem átti að vera á morgun föstudaginn 13. mars verður frestað um óákveðin tíma. Nánar auglýst síðar
Nánar
10.03.2015

Kynningrfundum frestað

Kynningarfundir fyrir foreldra væntanlegra 1. og 8. bekkinga sem áttu að vera í kvöld hefur verið frestað um viku á sama tíma, þriðjudaginn 17. mars.
Nánar
05.03.2015

Kynningarfundir fyrir foreldra væntanlegra 1. og 8. bekkinga

Kynningarfundir fyrir foreldra væntanlegra 1. og 8. bekkinga
Kynningarfundir fyrir foreldra væntanlegra 1. og 8. bekkinga verður haldinn í skólanum þriðjudaginn 10. mars. Kynning fyrir 1. bekk og yngra stig verður haldin kl: 16:30 og fyrir unglingastig kl: 17:30. Að loknum kynningum verður gestum boðið að...
Nánar
02.03.2015

Lísa í Undralandi mætti í morgunsöng

Lísa í Undralandi mætti í morgunsöng
Leikritið Lísa í Undralandi var sýnd á morgunsöng í morgun fyrir nemendur skólans. Það eru krakkarnir í félagsmiðstöðinni Klakanum sem hafa veg og vanda af þessari sýningu. Þetta var stórskemmtileg sýning með söng og leik sem fjallaði um stúlkuna...
Nánar
27.02.2015

Foreldrar í morgunkaffi

Foreldrar í morgunkaffi
Í morgun var foreldrum nemenda í 1 .- 2. bekk boðið í morgunkaffi með stjórnendum og var það góður hópur foreldra sem mætti í morgunkaffið. Tilgangurinn með þessu boði er að fara yfir það sem er framundan í vetur og gefa foreldrum tækifæri að eiga...
Nánar
27.02.2015

Spjaldtölvuverkefni í ensku

Spjaldtölvuverkefni í ensku
Í Sjálandsskóla er verið að nota spjaldtölvur í námi og kennslu. Nemendur í 3. – 4. bekk hafa verið að vinna verkefni í ensku síðustu viku í spjaldtölvum. Þau hafa notað smáforrit sem heitir Book Creator þar sem þeim gefst tækifæri til að byggja...
Nánar
25.02.2015

Snjór í GoPro

Snjór í GoPro
Í morgun var snjókoma og hvasst. Nemendur létu það ekki stoppa sig og fóru út að leika sér í snjónum. Þau bjuggu til snjókarla, virki og voru í snjókasti. Ljósmyndari fór út með GoPro myndavél til að sjá hvernig þetta liti út með „GoPro augum“.
Nánar
23.02.2015

Indíánalagið

Indíánalagið
Nemendur í 5. og 6. bekk hafa lært um indíánatónlist í vetur. Í tengslum við þá vinnu æfðu þau og tóku upp lagið Indíánalagið. Allir fengu að velja hvaða hljóðfæri þeir léku á, allt frá þverflautu upp í ipad. Eins tóku allir þátt í að syngja...
Nánar
English
Hafðu samband