24.02.2016
Leiksýningar Klakans
Leikfélag Klakans frumsýnir söngleikinn Annie, á föstudaginn. Sýningar verða í hátíðarsal Sjálandsskóla og eru allir hvattir til að sjá þessa áhugaverðu sýningu sem nemendur hafa verið að æfa undanfarið.
Nánar12.02.2016
Vetrarleyfi næstu viku
Næstu viku er vetrarleyfi í Sjálandsskóla. Á mánudaginn (15.feb.) er starfsdagur og vetrarleyfi þriðjudag til föstudags (16.-19.feb.). Nemendur mæta aftur í skólann mánudaginn 22.febrúar.
Nánar12.02.2016
Kardimommubærinn hjá 1.og 2.bekk
Síðustu vikur hafa nemendur í 1. og 2.bekk verið að æfa Kardimommubæinn og héldu þau sýningu fyrir foreldra í gær og fyrir nemendur skólans í morgun.
Nánar11.02.2016
Vinaliðar á námskeið
Á mánudaginn fóru fyrstu vinaliðarnir úr Sjálandsskóla á leikjanámskeið í tengslum við vinaliðaverkefnið ásamt vinaliðum úr Kársnesskóla í Kópavogi, þar sem þeir lærðu leiki og fengu fræðslu um hlutverk sitt.
Nánar11.02.2016
Öskudagur í Sjálandsskóla
Í gær héldum við uppá öskudaginn með pompi og prakt. Nemendur komu í skólann í alls konar búningum og skemmtu sér vel fram að hádegi.
Nánar09.02.2016
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn í dag
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag og af því tilefni standa Heimili og skóli og SAFT fyrir ráðstefnu og málþingi í sal Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Bratta.
Nánar04.02.2016
Hljómsveitin Cobus í morgunsöng
Í morgunsöng spilaði hljómsveitin Cobus, sem skipuð er nemendum í 9.og 10.bekk Sjálandsskóla og 7.bekk Alþjóðaskólans. Þetta eru þeir Jakob Fjólar, Karl Magnús, Ísak, Trausti og Viktor.
Nánar01.02.2016
Vinaliðar
Vinaliðar er nýtt verkefni hjá okkur í Sjálandsskóla sem nemendur í 1.-7.bekk taka þátt í. Vinaliðaverkefnið gengur út á það að hvetja nemendur til meiri þátttöku í afþreyingu í frímínútunum og skapa betri skólaanda.
Nánar27.01.2016
Fjörulistaverk hjá 3.-4.bekk
Í tengslum við þemaverkefni 3.-4.bekkjar um Afríku fóru nemendur í fjöruna að búa til útilistaverk. Hver hópur sem er að vinna saman í verkefninu gerði mynd af dýri
Nánar26.01.2016
Veðraverk hjá 7.bekk
Á haustönn var 7. bekkur í veðraþema. Í tengslum við það sömdu nemendur tónverk um veður í kynjaskiptum hópum.
Nánar26.01.2016
Tónlist frá 2.bekk
Krakkarnir í 2. bekk hafa verið að vinna með styrkleika tónlistar og styrkleikabreytingar. Í tengslum við það spiluðu þau og sungu íslenska þjóðlagið Móðir mín í kví kví.
Nánar25.01.2016
Lopapeysur á bóndadegi
Á föstudag héldum við uppá bóndadaginn með því að klæðast á þjóðlegan hátt. Þá mættu nemendur og starfsfólk í lopapeysum og eins og sjá má á myndasíðunni voru margir í glæsilegum lopapeysum.
Nánar