26.11.2019
Brúðuleikhús hjá 3.bekk
Í morgun sýndu nemendur í 3.bekk brúðuleikhús þar sem tekin voru fyrir þrjú þekkt leikrit eftir sögum Astrid Lindgren, Lína Langsokkur, Emil í Kattholti og Ronja Ræningjadóttir. Krakkarnir bjuggu til leikmynd og leikbrúður
Nánar21.11.2019
Starfamessa í unglingadeild
Í dag var haldin starfamessa í unglingadeild þar sem nokkrir foreldrar og aðrir komu og kynntu sitt starf. Þar voru m.a.hjúkrunarfræðingur, smiður, bifvélavirki, kokkur, skipulagsfræðingur, píanókennari, tölvufræðingur og slökkviliðsmaður.
Nánar14.11.2019
Tónlistaratriði hjá 4.bekk
Í dag voru nemendur í 4.bekk með tónlistaratriði í morgunsöng. Þeir spiluðu og sungu lagið Little Talks eftir hljómsveitina The Monsters and Men. En undanfarið hafa þau verið að vinna með tónlist í tónmennt eftir skáld úr Garðabænum
Nánar08.11.2019
Gleðidagur í lok vinaviku
Í dag var gleðidagur í Sjálandsskóla og það var jafnframt síðasti dagur vinavikunnar. Nemendur komu með veitingar á hlaðborð og margir komu spariklæddir.
Nánar08.11.2019
Jón Jónsson heimsækir 8.bekk
Í dag, föstudaginn 8. nóvember, heimsótti tónlistarmaðurinn Jón Jónsson 8. bekk í Sjálandsskóla. Undanfarin ár hefur Jón sinnt forvarnarverkefni í samstarfi við Krabbameinsfélagið þar sem áherslan er lögð á skaðsemi rafrettna og heilbrigðan lífstíl.
Nánar06.11.2019
Starfsmannarugl
Í vinavikunni gera starfsmenn ýmislegt sér til skemmtunar og eitt af því var að skipta um hlutverk í eina kennslustund. Dregið var um hlutverk og þurftu margir að setja sig í spor kennara, stuðningsfulltrúa, skólaliða eða stjórnenda.
Nánar04.11.2019
Vinavika 4.-8.nóvember
Vinavikan í Sjálandsskóla verður haldin 4. – 8. nóvember 2019. Þá eru allir hvattir til að veita vináttu sérstaka athygli, en vikunni lýkur á gleðidegi á degi gegn einelti 8. nóvember.
Nánar31.10.2019
Námsaðstoð á bókasafni Garðabæjar
Í síðasta mánuði hófst námsaðstoðin á bókasafni Garðabæjar á ný. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við nám á fimmtudögum kl. 15-17.
Námsaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk.
Nánar31.10.2019
Línuleikar í 3.bekk
Í síðustu viku voru nemendur í 3. bekk með Línuleika á skólalóðinni. Þar voru þeir að prófa ýmsa leiki sem Lína Langsokkur getur gert. Tókust Línuleikarnir vel og voru allir ánægðir.
Nánar31.10.2019
Börnin bjarga
Undanfarið ár hefur verið í undirbúningi að innleiða verkefnið „Börnin bjarga“ í heilsuvernd skólabarna. Verkefnið gengur út á að kenna nemendum í 6. – 10. bekk markvisst og árlega endurlífgun. Kennslan er í formi fyrirlesturs og verklegrar kennslu...
Nánar30.10.2019
Myndir frá 4.bekk
Nú eru komnar nokkrar myndir frá 4.bekk inn á myndasíðu skólans. Þar má m.a.finna myndir úr útikennslu, þemavinnu og búðarleik, en þar voru nemendur í stærðfræðitíma að æfa sig að versla með peningum, leggja saman og gefa til baka
Nánar24.10.2019
Listaverk frá 6.bekk
Nemendur í 6. bekk hafa undafarnar vikur verið að fræðast um Ísland í þema. Unnin voru bæði einstaklingsverkefni og hópaverkefni. Hver hópur fékk einn landshluta sem þau kynntu sér betur, útbjuggu kynningu og þæfðu landshlutann með ull. Útkoman var...
Nánar