16.09.2019
Rímnadagur
Í dag var haldið upp á dag rímnalagsins í morgunsöng. Bára Grímsdóttir tónskáld og kvæðakona kom í heimsókn og var með atriði þar sem krakkarnir fengu að heyra rímur kveðnar og fengu einnig fróðleik um þetta gamla listform okkar
Nánar13.09.2019
Útikennsla í 3.bekk
Í vikunni fóru nemendur í 3.bekk í útikennslu í Hellisgerði. Verkefnin sem þau unnu voru í tengslum við íslensku, íþróttir og náttúrufræði og má sjá afrakstur þeirrar vinnu á myndasíðu 3.bekkjar.
Nánar11.09.2019
Skapandi starf í list-og verkgreinum
Í textílmennt, myndmennt, smíði, nýsköpun og hönnun fer fram öflugt skapandi starf. Í morgun voru nemendur í 6.bekk að vefa og sauma sessu á stóla í textíl, mála myndir í myndmennt og búa til gagnvirkt veggspjald í hönnun, þar sem nemendur forrita...
Nánar10.09.2019
Starfsdagur á föstudag
Á föstudaginn, 13.september, er starfsdagur í Sjálandsskóla. Sælukot er opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Nánar09.09.2019
Haustferðir unglingadeildar
Í dag fóru nemendur í 8.bekk í árlega haustferð í Vindáshlíð. Á morgun fara svo nemendur í 9.bekk einnig í Vindáshlið og 10.bekkingar fara til Vestmannaeyja. Nemendur gista eina nótt í haustferðum.
Nánar04.09.2019
Gróðursetningarferð í Guðmundarlund
Í dag fóru allir nemendur skólans í hina árlegu gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Þar gróðursettu nemendur 2-3 birkiplöntur á mann og hjálpuðu eldri nemendur þeim yngri. Þá var farið í leiki og grillaðar pylsur í hádeginu.
Nánar03.09.2019
Gróðursetningarferð -breytt dagsetning
Vegna slæmrar verðurspár fyrir fimmtudaginn, þá hefur verið ákveðið að gróðursetningarferðin í Guðmundarlund verður farin á morgun, miðvikudag 4.sept.
Nánar29.08.2019
Síðasti starfsdagur Svanhildar
Í dag varð hún Svanhidlur okkar sjötug og það var jafnframt síðasti starfsdagur hennar í Sjálandsskóla. Nemendur og starfsfólk mun sakna hennar mikið en eins og allir vita þá hefur hún fært gleði og jákvæðni í skólastarfið undanfarin ár.
Nánar26.08.2019
Fyrsti skóladagurinn
Það voru spenntir krakkar sem mættu í skólann í morgun, full tilhlökkunar að hefja nýtt skólaár. Sumir voru að hefja sína skólagöngu, sumir voru að byrja í nýjum skóla og sumir að fá nýjan kennarar. Dagurinn hófst á morgunsöng hjá nemendum í...
Nánar23.08.2019
Skólaboðunardagur
Í dag hittu nemendur og foreldrar þeirra kennara og fengu stundatöflur. Kennara fóru yfir námsefni vetrarins og kynntu það helsta í vetur. Á mánudaginn hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.
Nánar08.08.2019
Skólabyrjun
Skrifstofa Sjálandsskóla hefur nú opnað eftir sumarfrí og kennarar mæta til starfa eftir helgi. Föstudaginn 23.ágúst er skólaboðunardagur og skólahald hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26.ágúst.
Nánar13.06.2019
Sumarfrí og skólaboðun
Skrifstofan lokar vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 24. júní til 8. ágúst. Skólasetning er föstudaginn 23.ágúst
Nánar