08.10.2020
Íþróttir og sund næstu daga
Skóla-og íþróttasvið allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa í samráði við almannavarnir höfuðborgarsvæðisins tekið þá ákvörðun að stöðva allt íþróttastarf og kennslu sem fram fer innandyra á þeirra vegum frá og með deginum í dag til 19.október...
Nánar08.10.2020
Útikennsla í 5.bekk
Nemendur í 5. bekk fóru í skemmtilega hjólaferð um daginn. Hópurinn hjólaði í Prýðishverfið og svo léku nemendur sér í Gálgahrauni og tíndu ber í ljómandi góðu veðri.
Nánar07.10.2020
Dagur náttúrunnar hjá 4.bekk
Á Degi náttúrunnar fóru nemendur í 4.bekk í fjöruferð og bjuggu til skúlptúra úr því sem þeir fundu í fjörunni. Á myndunum má sjá afraksturinn
Nánar07.10.2020
Leiðbeiningar
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gefur út leiðbeiningar um mismunandi einkenni covid, kvefs og flensu.
Nánar05.10.2020
Skólahald í hertu samkomubanni
Í hertu samkomubanni þá vilja skólastjórnendur ítreka það að foreldrar komi ekki inn í skólahúsnæðið og að allir fundir verða fjarfundir. Það á einnig við um foreldrafundinn 26.október.
Nánar05.10.2020
Forvarnarvika í Garðabæ
Hin árlega forvarnavika Garðabæjar verður haldin dagana 7.-14. október 2020. Þema vikunnar er: ,,AÐ STANDA MEÐ SJÁLFUM SÉR" Dagskráin fer fram í litlum hópum, innan skóla og á vefmiðlum.
Nánar24.09.2020
Félagsmiðstöðin Klakinn
Félagsmiðstöðin Klakinn er kominn á fullt með nýja opnunardaga fyrir unglingadeild. Núna er Klakinn opinn á mánudögum og miðvikudögum. Dagskrá Klakans er unnin í samstarfi við félagsmálaval og hefur m.a. verið pizzakvöld, billjardmót, spurningakeppni...
Nánar21.09.2020
Námsaðstoð Rauða krossins
Námsaðstoð Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ er nú hafin. Námsaðstoðinni er ætlað að styðja sérstaklega við börn innflytjenda í námi en er öllum nemendum í 1.-10. bekk opin
Nánar21.09.2020
Samræmd próf framundan
Í þessari viku og næstu eru samræmd próf í 4.og 7.bekk. Prófin hefjast á fimmtudaginn þegar 7.bekkingar taka próf í íslensku og svo stærðfræði á föstudag. Í næstu viku taka 4.bekkingar íslenskupróf á miðvikudeginum og stærðfræðipróf á fimmtudegi.
Nánar17.09.2020
Skólinn lokar í dag kl.12
Vegna útfarar Maximilians Helga Ívarssonar lokar Sjálandsskóli kl.12 í dag. Sælukot verður opið fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Nánar17.09.2020
Myndir frá 1.bekk
Nú eru komnar myndir af fystu dögum 1.bekkinga í Sjálandsskóla inn á myndasíðuna. Þar má m.a.finna myndir úr Guðmundarlundi, hjólaferð, Gálgahrauni, ylströndinni o.fl.
Nánar15.09.2020
Skipulagsdagur
Á morgun, miðvikudag 16.september, er skipulagsdagur í Sjálandsskóla. Sælukot er opið fyrir þau börn sem þar eru skráð.
Nánar