31.10.2016
Myndir frá Kajakferð 7.bekkjar
Nú eru komnar myndir á myndasíðuna frá kajakferð 7.bekkjar í síðustu viku.
Nánar31.10.2016
7.bekkur á Reyki í dag
Í dag fer 7.bekkur í skólabúðir á Reyki. Krakkarnir verða þar alla vikuna og koma aftur á föstudag. Hægt er að fá nánari upplýsingar um skólabúðirnar Reykjum á heimasíðu þeirra
Nánar28.10.2016
1.bekkur á Náttúrufræðistofnun Kópavogs
Í vikunni fóru nemendur í 1.bekk í heimsókn á Náttúrufræðistofnun Kópavogs þar sem þau skoðuðu ýmis uppstoppuð dýr, s.s. sjávardýr og fugla. Krakkarnir voru mjög áhugasamir eins og sjá má á myndunum sem kennararnir tóku í heimsókninni.
Nánar26.10.2016
Muna efti sundgleraugum
Það er mjög mikilvægt fyrir framfarir barnanna í sundi að þau komi með sundgleraugu í hvern einasta sundtíma. Þetta gildir jafnt í 10. bekk sem í 1. bekk.
Nánar26.10.2016
Sólgleraugnadagur
Í dag var sólgleraugnadagur hjá okkur í Sjálandsskóla og þá mættu margir með sólgleraugu. Í hverjum mánuði erum við með einn tyllidag þar sem við bregðum út af venjunni á skemmtilegan hátt.
Nánar20.10.2016
Skáld í skólum -Tómas Guðmundsson
Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn þegar Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur komu og sögðu okkur frá borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni á lifandi og skemmtilegan hátt.
Nánar19.10.2016
Tilkynning vegna veðurs !
Vegna veðurs eru foreldrar beðnir um að sækja börnin sín í skólann og Sælukot í dag (þetta á við börn 12 ára og yngri). Öll börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt. Hér er átt við börn yngri en 12 ára
Nánar18.10.2016
Starfsdagur og foreldraviðtöl í næstu viku
Á mánudaginn, 24.otkóber er starfsdagur í Sjálandsskóla og á þriðjudag, 25.október eru foreldraviðtöl. Sælukot er lokað á mánudeginum en opið á þriðjudeginum
Nánar18.10.2016
Leikskólinn Sjáland í heimsókn
Í síðustu viku komu nemendur úr leikskólanum Sjálandi í heimsókn og tóku þátt í útikennslu með nemendum í 1.bekk í Sjálandsskóla. Á myndasíðunni má sjá myndir frá heimsókninni
Nánar18.10.2016
Grámann í Garðshorni
Í gær sýndu nemendur í 5.-6.bekk leikritið um Grámann í Garðshorni í sal skólans. Myndir frá sýningunni má sjá á myndasíðunni
Nánar14.10.2016
Bleikur dagur í dag
Í dag var bleikur dagur hjá okkur í Sjálandsskóla eins og víða annars staðar á landinu. Bleiki dagurinn er haldinn til að minna á bleiku slaufuna sem er seld til styrktar krabbameins rannsóknum.
Nánar14.10.2016
3.-4.bekkur kynnir örnefni í Garðabæ
Í morgun voru nemendur í 3.-4.bekk með kynningu á örnefnum Garðabæjar í tengslum við þema sem þeir hafa veið að vinna við undanfarnar vikur. Krakkarnir sungu líka eitt lag eftir hljómsveitina Of Monsters and Men
Nánar- 1
- 2