Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

13.05.2019

Árshátíð unglingadeildar

Árshátíð unglingadeildar
Síðasta fimmtudag var árshátíð unglingadeildar haldin í skólanum. Að venju gengu nemendur í 8.-10.bekk um skólann á meðan á kennslu stóð og vöktu athygli yngri nemenda á árshátíðinni. Um kvöldið var svo árshátíðin haldin í sal skólans
Nánar
09.05.2019

Hjálmar frá Kiwanis

Hjálmar frá Kiwanis
Í dag fengu allir nemendur í 1.bekk hjálma að gjöf frá Kiwanis. Nemendur voru að vonum ánægðir með nýju hjálmana sína og voru um leið minntir á mikilvægi þess að nota alltaf hjálm á hjóli.
Nánar
09.05.2019

Tónlistaratriði frá 6.bekk

Tónlistaratriði frá 6.bekk
Í morgun fengum við að heyra frumsamin tónlistaratriði frá nemendum í 6.bekk. Þau spiluðu á öll hljóðfærin og sungu texta úr Völuspá. Verkefnið eru unnið í samþættingu við þemað um Snorra Sturluson.
Nánar
08.05.2019

Vinningshafar í nýsköpunarkeppninni

Vinningshafar í nýsköpunarkeppninni
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er haldin árlega og geta nemendur í 5.-7.bekk tekið þátt með því að senda inn hugmyndir. Nokkrar hugmyndir eru valdar til að taka þátt í úrslitum og tveir nemendur Sjálandsskóla komust í úrslit í ár. Það eru þeir Birkir...
Nánar
07.05.2019

Útiíþróttir í maí

Útiíþróttir í maí
Nú þegar farið er að vora þá færast íþróttatímarnir út á skólalóð. Nemendur þurfa að koma klæddir eftir veðri þá daga sem íþróttir eru á stundartöflu. Ef veður verður afleitt, þá verða íþróttatímarnir inni í íþróttahúsi.
Nánar
07.05.2019

7.bekkur á kajak

7.bekkur á kajak
Í góða veðrinu í morgun fóru nemendur í 7.bekk út á kajak. Skipt var í tvo hópa og nemendur réru frá skólanum út á Arnanes þar sem siglt var að landi og borðað nesti áður en haldið var aftur að skólanum.
Nánar
06.05.2019

Nýjar myndir frá 4.bekk

Nýjar myndir frá 4.bekk
Nú eru komnar nýjar myndir frá útikennslu í 4.bekk síðustu vikur. Þar má m.a.sjá myndir frá umhverfisviku og fjöruferð
Nánar
03.05.2019

5.bekkur á Þjóðminjasafninu

5.bekkur á Þjóðminjasafninu
Í þessari viku fóru nemendur í 5. bekk á skemmtilega sýningu í Þjóðminjasafninu á útikennsludeginum. Þar fengu krakkarnir fræðslu um miðaldir. Á leiðinni var komið við í Hljómskálagarðinum og nemendur léku sér í rigninunni og borðuðu nesti
Nánar
02.05.2019

Ytra mat Menntamálastofnunar

Ytra mat Menntamálastofnunar
Þessa vikuna eru fulltrúar Menntamálastofnunar að framkvæma ytra mat í skólanum. Í því felst að matsaðilar Menntamálastofnunar leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi viðmiðum sem meðal annars byggja á lögum, reglugerðum og...
Nánar
English
Hafðu samband