Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá Reykjum

11.03.2009
Nemendur í 7. bekk eru nú í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði.  Þar hefur allt gengið vel í yndislegu veðri, snjó og björtu.  Það var mikil stemming að koma sér fyrir á heimavistinni og var kennara á orði að fataverslanir hefðu verið settar upp í sumum herbergjunum.   Það hafa verið annasamir dagar og nóg að gera og krakkarnir duglegir.  Í kvöld verður svo enn ein kvöldkvakan og er hún í höndum nemenda. Kennarar munu svo vera með atriði á kvöldkökunni á morgun fimmtudag ásamt diskói og hárgreiðslukeppni.
Til baka
English
Hafðu samband